Talsverðar framkvæmdir verða við Þjóðbraut á næstu mánuðum vegna verkefnis sem Veitur og Gagnaveita Reykjavíkur standa að. Lagðar verða veitulagnir austan við Þjóðbraut og að nýjum byggingum við Þjóðbraut 3-5. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akraneskaupstað.
Þróttur ehf. er verktakinn í þessu verkefni og framkvæmdir hefjast í apríl og er áætlað því muni ljúka eftir 7 mánuði eða í nóvember 2021.
Vegna framkvæmdanna má gera ráð fyrir aukinni umferð vinnuvéla og öðru raski. Viðeigandi merkingar verða settar upp á framkvæmdasvæðinu vegna lokana á verktíma. Íbúar mega búast við rekstrartruflunum í veitukerfum á verktíma og verða upplýstir um þær hverju sinni.