Keilufélag Akraness, ÍA, fagnaði nýverið sigri á Íslandsmótinu 2020-2021 í 2. deild karla í liðakeppni. ÍA mun því leika í efstu deild á næsta keppnistímabili.
Keppnishaldið á Íslandsmótinu í keilu hefur ekki verið eins og áætlað var – vegna Covid-19 og fella þurfti niður margar umferðir vegna keppnisbanns.
Lið ÍA var þannig skipað í deildinni: Ársæll Erlingsson, Einar Jóel Ingólfsson, Matthías Leó Sigurðsson, Sigurður Þorsteinn Guðmundsson og Valdimar Guðmundsson.