Nýjustu Covid-19 tölurnar – einstaklingum í sóttkví fer fjölgandi á Vesturlandi

Alls greindust 10 einstaklingar með Covid-19 í gær og var aðeins einn þeirra ekki í sóttkví. Á landamærunum greindust tveir einstaklingar með Covid-19 smit. Þetta kemur fram á vefnum covid.is.

Fjórir einstaklingar eru á sjúkrahúsi vegna veikinda sem tengjast Covid-19. Alls eru 134 í einangrun vegna Covid-19 og rétt rúmlega 800 eru í sóttkví.

Rétt rúmlega 1000 sýni voru tekin í gær og um 700 til viðbótar á landamærunum.

Á Vesturlandi eru nú 18 einstaklingar í sóttkví sem er umtalsverð fjölgun frá því sem verið hefur síðustu daga. Einn einstaklingur er í einangrun vegna Covid-19 á Vesturlandi.