Hvað varð um minkinn sem sást við Ketilsflöt?

Eins og fram hefur komið á skagafrettir.is sást til minks við Ketilsflöt s.l. fimmtudag – og náði Skagamaðurinn Ingimar Elfar Ágústsson myndbandi af dýrinu á hlaupum. Margir hafa velt því fyrir sér hvort rándýrið gangi enn um götur Akraness.

Lögreglan á Akranesi brást skjótt við þegar fregnir bárust af minkinum. Þeir króuðu dýrið af og eftir skamma stund var jarðvist dýrsins lokið.

Eins og sjá má á myndbandinu er um að ræða mink, líklega af marðarætt sem er sem er stærsta ættin innan ættbálks rándýra . Sá minkur sem býr á Íslandi nefnist Mustela vison og lifir hann villtur í Norður-Ameríku.

Ameríski minkurinn er vinsæll og mikið notaður í feldiðnaði og hefur tegundin verið flutt heimshorna á milli til slíkrar ræktunar, þeir fyrstu komu til Íslands haustið 1931 frá Noregi. Minkar hafa víða sloppið út í náttúruna og virðast þeir hafa ótrúlega aðlögunarhæfni, enda er tegundin nú útbreidd um mestalla Evrópu, þar með talið á Íslandi.