Áhöfnin á Bjarna Ólafssyni landaði 1800 tonnum af kolmunna í Neskaupstað

Áhöfnin á uppsjávarveiðiskipinu Bjarna Ólafssyni AK 70 kom með 1.800 tonn af kolmunna til Neskaupstaðar rétt fyrir síðustu helgi.

Runólfur Runólfsson skipstjóri segir í frétt á vef Síldarvinnslunnar að veiðarnar hafi gengið vel. Aflinn sem Bjarni Ólafsson kom með að landi kom í fjórum holum og það stærsta var 640 tonn en veiðarnar fara að mestu fram suður af Færeyjum.

Það er talsvert af fiski að sjá þarna á blettum. Veiðin er mest frá kvöldi og fram á morgun en yfir hádaginn er hún mun minni. Þarna er töluverð traffík. Íslensku skipin eru þarna og margir Rússar. Eins er hluti færeysku skipanna á þessum slóðum en sum þeirra eru norðar og austar,“ segir Runólfur.