Enrique Snær tvívegis á verðlaunapalli á Íslandsmótinu í 50 metra laug

Keppendur frá Sundfélagi Akraness stóðu sig vel á Íslandsmótinu í 50 metra laug sem fram fór í Laugardalnum í Reykjavík um liðna helgi. Enrique Snær Llorens Sigurðsson, sem er fæddur árið 2002, náði frábærum árangri og vann til tveggja silfurverðlauna. Alls settu keppendur frá ÍA fimm Akranesmet en alls tóku 175 keppendur þátt frá 13 félögum.

Eins og áður segir var árangur sundfólksins góð en alls bættu keppendur úr röðum ÍA árangur sinn í 33 sundum, í 15 greinum voru keppendur frá ÍA á meðal 8 efstu.

Enrique Snær Llorens Sigurðsson bætti árangur sinn mikið í 200 m. og 400 m. fjórsundi. Hann varð í öðru sæti í báðum greinunum og var hann hársbreidd frá því að landa gullinu í 400 metra fjórsundi, þar sem að fjórar sundgreinar eru syntar, baksund, flugsund, bringusund og skriðsund. Enrique Snær kom í mark í 400 metra fjórsundi á 4.43.86 mín og bætti hann eigið met frá því í fyrra um 6 sekúndur.

Enrique Snær bætti einnig árangur sinn í 200 metra fjórsundi um 3 sekúndur og setti hann þar einnig Akranesmet. Hann kom í mark á tímanum 2.12.81 mín. Þar bætti Enrique Snær 12 ára gamalt Akranesmet sem Hrafn Traustason átti. Enrique Snær bætti einnig árangur sinn í 100 metra flugsundi þar sem hann synti í fyrsta sinn á ferlinum undir 60 sekúndum, en hann kom í mark á 59,22 sek.

Sindri Andreas Bjarnasson stóð sig einnig mjög vel um helgina. Hann bætti árangur sinn í öllum þeim greinum sem hann tók þátt. Og hann bætti tvö Akranesmet. Sindri varð fjórði í 200 metra skriðsundi á 2.00.97 mín og bætti þar með Akranesmetið í greininni hafði aðeins staðið í tvo daga og var í eigu Enrique Snæs.

Sindri Andreas bætti árangur sinn í 400 m skriðsundii um 7 sekúndur og bætti hann einnig ársgamalt Akranesmet í greininni sem var í eigu Enrique Snæs. Sindri Andreas kom í mark á tímanum 4.17.16 mín og endaði hann í 5. sæti. Hann náði einnig því sæti í 100 metra skriðsundi og 8. sæti í 50 metra skriðsundi -og bætti árangur sinn í báðum greinum.

Sveit ÍA í karlaflokki stórbætti Akranesmetið í 4 x 200 m. skriðsundi á tímanum 8.19.87 mín og náði sveitin 4. sæti, sveitina skipuðu þeir Enrique Snær, Sindri Andreas, Einar Margeir Ágústsson og Kristján Magnússon. Gamla metið var frá árinu 2011 en sveit ÍA var þannig skipuð á þeim tíma: Jón Þór Hallgrímsson, Birgir Viktor Hannesson, Guðmundur Brynjar Júlíusson og Ágúst Júlíusson á timanum 8.23,55.

Einar Margeir Ágústsson sýndi miklar framfarir í bringusundi og bætti sig um 6 sekúndur frá þvi í febrúar á þessu ári í 100m bringusundi á timanum 1.09.84 mín og náði hann 5. sæti. Hann bætti sig verulega í 50 metra bringusundi þar sem hann endaði í 6. sæti og í 200 metra bringusundi var hann við sinn besta tíma og náði 7. sæti. Hann bætti einnig árangur sinn í 100 metra skriðsundi.


Guðbjarni Sigþórsson lét einnig vita af sér um helgina og synti hann af miklum krafti. Guðbjarni  bætti sig í öllum skriðsundgreinunum. Og í 400 metra skriðsundi bætti hann sig um heilar 11 sekúndur þegar hann kom í mark á
4.40,17 mín. Guðbjarni bætti sig um 4 sekúndur í 200 metra skriðsundi og um eina sekúndu í 100 metra skriðsundi.

Alex Benjamin Bjarnasson bætti árangurinn sinn umtalsvert í 50 og 100 metra skriðsundi. Það gerði einnig

Kristján Magnússon sem bætti árangurinn í 50 metra skriðsundi töluvert. Kristján bætti sig um 5 sekúndur í 200 metra skriðsundsspretti í boðsundi þegar hann kom í mark á tímanum 2.07 mín. Hann gat ekki tekið þátt á tveimur síðustu keppnisdögunum vegna veikinda.

Ragnheiður Karen Ólafsdóttir var einnig öflug um helgina og keppti hún margoft til úrslita í þeim greinum sem hún tók þátt í. Ragnheiður varð í 5. sæti í 50 metra skriðsundi á 28.71 sek og bætti árangur sinn um rúmlega sekúndu. Hún varð í 6. sæti í 50. metra flugsundi og var nálægt sínum besta tíma.

Karen Káradóttir synti þrisvar til úrslita. Hún  endaði í 7. sæti í 50 m bringusundi og 8. sæti í 200 m bringsundi. 
Í 50 m bringsund synti hún á timanum  38.61 sek og í 200m brinsundi á 3.03.02 sem er við hennar besta tíma.
Í 100 m bringusundi synti hún á 1.24.58 sem er við hennar besta tíma og varð í 9 sæti en aðeins 8 hröðustu synda í úrslitum.

Ingibjörg Svava bætti sig í 100 m skriðsundi á timanum 1.05.97 mín og synti við sinn besta tíma í 200 m skriðsundi og 400 m skriðsundi.

Úrslit helgarinnar hjá Sundfélagi Akraness:

2. sæti

Enrique Snær Llorens Sigurðsson  200 og 400m fjórsund


4. sæti

Sindri Andreas Bjarnason 100 skriðsund
4×200 skriðsundi (Enrique Snær, Sindri Andreas, Einar Margeir og Kristján)

5.  sæti

Enrique Snær Llorens Sigurðsson 100 flugsund
Sindri Andreas Bjarnasson   200 og 400m skriðsundi
Ragnheiður Karen Ólafsdóttir 50m skriðsundi
Einar Margeir Ágústson 100m bringusundi
4×100 skriðsund (Enrique Snær, Sindri Andreas, Guðbjarni, og Einar Margeir)


6. sæti

Ragnheiður Karen Ólafsdóttir   50m flugsund
Einar Margeir Ágústsson  50m bringusund
4×100 fjórsund  (Enrique Snær, Einar Margeir, Sindri Andreas, Guðbjarni


7.  sæti

Karen Karadóttir 50 bringusund
Einar Margeir Ágústsson  200 bringusund


8. sæti

Karen Kradóttir 200m bringusund
Sindri Andreas Bjarnason  50m skriðsundi

Stelpurnar í boðsundi þær Ragnheiður Karen Ólafsdóttir, Ingibjörg Svava Magnusardóttir, Karen Karadóttir og Lara Jakobina Ringsted urðu í 9. sæti í 4x100m skriðsundi og 10. sæti í 4x100m fjórsundi.