Áheitasöfnunin „Stokkið fyrir Svenna“ vekur athygli – áhugavert viðtal á Bylgjunni

Árgangur 1971 mun standa fyrir áhugaverðum viðburði þann 1. maí 2021 þar sem að markmiðið er að safna fé til að kaupa sérsmíðað reiðhjól fyrir Sveinbjörn Reyr Hjaltason sem er fæddur árið 1971.

Sveinbjörn slasaðist alvarlega fyrir einu ári eða 23. apríl 2020 og er hann lamaður fyrir neðan brjóst. Sveinbjörn Reyr og Pétur Magnússon voru í áhugaverðu viðtali í dag í morgunþætti Bylgjunnar.

Þar segir Sveinbjörn Reyr m.a. frá slysinu sem hann varð fyrir og endurhæfingunni sem tók við eftir slysið.

Eins og áður hefur komið fram á Skagafréttir mun árgangur 71 standa fyrir áheitasöfnun þann 1. maí n.k. þar sem markmiðið er að safna fé til góðra verka og setja jafnframt skemmtilegan viðburð á laggirnar við Akraneshöfn. Sjá nánar í þessari frétt hér fyrir neðan.

http://localhost:8888/skagafrettir/2021/04/23/skagamenn-naer-og-fjaer-eru-hvattir-til-ad-taka-stokkid-fyrir-svenna-safna-fyrir-sersmidudu-reidhjoli/