Nýjustu Covid-19 tölurnar – 16 ný smit greindust í gær

Alls greindust 16 einstaklingar með Covid-19 smit í gær og voru þrír þeirra ekki í sóttkví. Frá þessu er greint á upplýsingavefnum covid.is. Á landamærunum greindust tveir einstaklingar með Covid-19 smit.

Alls eru 177 einstaklingar á landinu í einangrun vegna Covid-19 smits og 443 eru í sóttkví.

Frá því að Covid-19 faraldurinn hófst í lok febrúar 2020 hafa 6.447 einstaklingar greinst veiruna. Alls hafa 29 dauðsföll verið rakinn til Covid-19 faraldursins.

Á Vesturlandi er staðan svipuð og undanfarna daga, 12 einstaklingar eru í sóttkví og 1 er í einangrun vegna Covid-19.

AðseturEinangrunSóttkví
Höfuðborgarsvæði149178
Suðurnes16
Suðurland23230
Austurland02
Norðurland eystra05
Norðurland vestra04
Vestfirðir13
Vesturland112
Óstaðsett23
Útlönd00