Heilsueflandi samfélag á Akranesi stendur fyrir hreyfingarátaki Skagamanna, „Skagamenn umhverfis jörðina“. Brottför er þann 3. maí næstkomandi og heimkoma væntanleg 30. maí. Teknar hafa verið saman gagnlegar upplýsingar fyrir þátttakendur sem eru hér fyrir neðan.
- Hversu langt er ferðalagið?
Já það er ekki nema 40.075,017 km. - Hvernig ferðast ég?
Þú reimar á þig góðan skóbúnað og klæðir þig eftir veðri og ferð út að ganga, hlaupa eða hjóla. Öll hreyfing utandyra telur! - Hvernig skrái ég hreyfinguna?
Þú skráir hreyfinguna inn á Strava. Þar er hópur sem heitir „Skagamenn umhverfis jörðina“. Stillir forritið á „run“ og leggur af stað. Saman söfnum við kílómetrum! - Hvert er markmiðið?
Það er að ganga frá Akranesi og umhverfis jörðina í því markmiðið að efla lýðheilsu skagamanna.
Taktu þátt í skemmtilegu ferðalagi og förum SAMAN umhverfis jörðina!