Stórleikur í dag í körfunni hjá ÍA – hér getur þú séð leikinn í beinni á ÍATV

Í dag fer fram áhugaverður körfuboltaleikur í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Þar tekur hið efnilega lið drengja sem eru á lokaári sínu í grunnskóla, 10. bekk, á móti Grindvíkingum.

Um er að ræða leik í 16-liða úrslitakeppni Íslandsmótsins. Keppnishaldið hefur farið úr skorðum í vetur vegna Covid-19 takmarkana og verður því farið beint í 16-liða úrslit að lokinni deildarkeppninni.

Leikurinn í dag hefst kl. 15.00 og verður hann í beinni útsendingu á ÍATV.

Það er leyfi fyrir 100 áhorfendur og eru gestir minntir á að sinna persónulegum sóttvörnum og grímuskyldu Íþróttahúsið við Vesturgötu er hnetufrítt svæði, þar má hvergi vera með neinar afurðir sem innihalda hnetur.

Smelltu hér fyrir neðan til að komast inn á youtube rás ÍATV.

https://www.youtube.com/channel/UCnQHvY_UsVTOWKUfy0bKFug