Hallbera Guðný komin í fámennan hóp íslenskra knattspyrnukvenna

Skagakonan Hall­bera Guðný Gísla­dótt­ir, landsliðskona í knatt­spyrnu, er nú í fámennum hópi íslenskra knattspyrnukvenna sem hafa leikið 300 deildarleiki. Frá þessu er greint í frétt sem Víðir Sigurðsson skrifaði á mbl.is. Nánar hér.

Hallbera lék sinn 300. leik þegar lið hennar, AIK, mætti Djurgår­d­en í grannaslag Stokkhólmsliðana í sænsku úrvalsdeildinni. Hallbera og liðsfélagar hennar fögnuðu 2-1 sigri í þessum leik. Þar með Hallbera Guðný ein af sjö íslenskum knattspyrnukonum sem hafa leikið 300 deildarleiki – en það hefur hún gert með liðum á Íslandi, í Svíþjóð og á Ítalíu.

Hall­bera leik­ur nú sitt átjánda tíma­bil í meist­ara­flokki en hún spilaði þó fyrsta deilda­leik­inn óvenju­seint, 18 ára göm­ul með ÍA árið 2004. Ástæðan fyr­ir því var sú að ÍA var ekki með meist­ara­flokk kvenna á ár­un­um 2001 til 2003.

Þær sem áður hafa náð 300 deilda­leikj­um eru Katrín Jóns­dótt­ir (336), Hólm­fríður Magnús­dótt­ir (323), Sif Atla­dótt­ir (306), Sandra Sig­urðardótt­ir (305), Guðbjörg Gunn­ars­dótt­ir (301) og Þór­unn Helga Jóns­dótt­ir (300).