Karlalið ÍA á enn möguleika á að komast í næst efstu deild í körfunni

Karlalið ÍA í körfuknattleik á enn möguleika á að komast í næst efstu deild Íslandsmótsins.

Um s.l. helgi sigraði ÍA lið Stálúlfsins 96-89 í hörkuleik sem fram fór í íþróttahúsinu við Vesturgötu.

Með sigrinum tryggði ÍA sér sæti í undanúrslitum 2. deildar 2021,. ÍA mætir liði Ármanns í undanúrslitum og í hinni viðureigninni mætast Reynir Sandgerði og Körfuknattleiksfélag Vesturbæjar – sem er samstarfslið KR.

Leikur ÍA og Ármanns fer fram næstkomandi föstudag og fer hann fram í Reykjavík.

Sigurliðin úr undanúrslitaleikjunum mætast í hreinum úrslitaleik um sigurinn í deildinni og þar með sæti í næst efstu deild. Sá leikur fer fram helgina 14.-15. maí.