Klifurfélag ÍA átti góðan dag á öðru Íslandsmeistarmóti ársins sem fram fór í Klifurhúsinu í Reykjavík um liðna helgi. Níu klifrarar frá Akranesi tóku þátt í C- og B-flokki og náðu keppendur úr ÍA að komas þrívegis á verðlaunapall. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Klifurfélagi Akraness.
Í B-flokki kvenna landaði Sylvía Þórðardóttir langþráðum sigri með frábærri frammistöðu. Sylvía toppaði allar átta leiðir mótsins, ein keppenda í sínum flokki, og tryggði sér sigur með toppi í leið 5 þegar örfáar mínútur voru eftir.
Í öðru sæti var Hekla Petronella Ágústsdóttir og í þriðja sæti hafnað Eygló Elvarsdóttir, báðar frá Klifurfélagi Reykjavíkur. Næsta verkefni Sylvíu verður Norðurlandamót með landsliði íslenskra klifrara, en það verður haldið í Kaupmannahöfn í ágúst byrjun.
Í C-flokki stúlkna náði Þórkatla Þyrí Sturludóttir öðru sæti og Ester Guðrún Sigurðardóttir því þriðja með flottri frammistöðu, og standa þær því vel að vígi fyrir seinni helming mótaraðarinnar sem heldur áfram eftir sumarfrí.
Mótið heppnaðist afar vel og leiðasmiðir hittu naglann algjörlega á höfuðið þetta skiptið. Allar leiðir voru toppaðar og í mörgum tilfellum voru það einungis tilraunirnar sem skáru úr um sætaröð.
Framundan er útitímabil klifrara en Klifurfélag ÍA stefnir á að virkt starf í sumar með námskeiðahaldi og æfingaferðum fyrir sína iðkendur.