Óska eftir viðræðum um að taka yfir rekstur íþróttamannvirkja við Jaðarsbakka

Knattspyrnufélag Akraness hefur óskað eftir viðræðum við Akraneskaupstað um að félagið taki að sér rekstur á íþróttamannvirkjum við Jaðarsbakka.

Þreifingar þess efnis hafa átt sér stað á milli forsvarsmanna félagsins og embættismanna bæjarins. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs þar sem að erindi KFÍA var tekið þar sem að félagið óskar eftir formlegum viðræðum um þessar hugmyndir.

Í fyrirspurn félagsins kemur fram að fallist Akraneskaupstaður á málaleitan Knattspyrnufélags ÍA geti viðræður aðila leitt fram hvaða útfærsla væri möguleg með tilliti til ábyrgðar, umfangs og fjárhagsleg ávinnings.