Stefnt að því að 50 námsmenn fá sumarstörf hjá Akraneskaupstað

Bæjarráð Akraness hefur samþykkt að veita heimild til þess að auglýsa eftir allt að 50 störfum vegna atvinnuátaks námsmanna sumarið 2021. Endanleg afgreiðsla málsins verður tekin á fundi bæjarstjórnar í lok maí mánaðar.

Á síðasta fundi bæjarráðs fór fram kynning á minnisblaði Vinnumálastofnunar um sumarstörf námsmanna sumarið 2021.

Mannauðsstjóri Akraneskaupstaðar kynnti þar væntanlega þátttöku Akraneskaupstaðar í verkefninu.

Bæjarráð samþykkti eins og áður segir að veita heimild til að auglýsa eftir allt að 50 störfum vegna atvinnuátaks námsmanna sumarið 2021.