Töluverð fjöldi einstaklinga á Vesturlandi er í sóttkví vegna Covid-19 samkvæmt tölum sem Lögreglan á Vesturlandi sendi frá sér í gær.
Alls eru 33 einstaklingar í sóttkví á Vesturlandi og þar af 21 á Akranesi.
Ekkert smit var greint í landshlutanum í gær en tölurnar verða uppfærðar kl. 11 í dag – 4. maí.