Timburhús sem stendur við Smiðjuvelli 14 á Akranesi verður fjarlægt og skal því verkefni vera lokið fyrir árslok 2021.
Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Akraness. Húsið er í eigu Akraneskaupstaðar en í bókun bæjarráðs kemur fram að flytja megi húsið af lóðinni og einnig má rífa húsið.
Fyrirhugað er að reisa nýbyggingar á þessu svæði. Í febrúar 2019 var greint frá því að líkamsræktarstöðin Rebook Fitness ætlaði að opna á svokölluðu Smiðjutorgi á þessu svæði.
Ekki er vitað hvort þau áform séu enn á döfinni eða hvaða byggingar muni rísa á þessu svæði. Hér neðst í fréttinni eru myndir af þeim hugmyndum sem kynntar voru í febrúar 2019.