Fyrsti heimaleikur tímabilsins hjá karlaliði ÍA í PepsiMax deildinni er í kvöld

Karlalið ÍA leikur sinn fyrsta heimaleik í kvöld í PepsiMax deildinni í knattspyrnu og hefst leikurinn kl. 19:15 á Norðurálsvelli. Þjálfari Víkinga er Skagamaðurinn Arnar Bergmann Gunnlaugsson sem hefur bæði leikið með ÍA og verið þjálfari liðsins.

Í fyrra gerðu liðin 2-2 jafntefli á Norðurálsvellinum en alls voru átta mörk skoruð í síðari leiknum á Víkingsvelli þar sem að heimamenn höfðu betur 6-2. Það má því búast vð skemmtilegum sóknarleik ef marka má viðureignir liðanna undanfarin ári.

Frá árinu 1946 hafa ÍA og Víkingur úr Reykjavík mæst í 56 viðureignum samkvæmt tölfræði á vef KSÍ. ÍA er með 28 sigra en Víkingur hefur sigrað 13 sinnum – 17 sinnum hafa liðin skilið jöfn. Í þessum 56 leikjum hefur ÍA skorað 112 mörk en Víkingar hafa skorað alls 70 mörk.