Hvað kemur í staðinn fyrir „Fóló“ við Kirkjubrautina?

Frétt sem skagafrettir.is birtu í gær um niðurrif gömlu Fólksbílastöðvarinnar hefur vakið mikla athygli. Margir Skagamenn nær og fjær eiga góðar minningar frá Fólksbílastöðinni sem var miðpunktur á margvíslegum sviðum um áratugaskeið.

Fjögurra hæða fjölbýlishús mun rísa á þessum byggingareit og verða verslunar – og þjónusturými á jarðhæðinni. Fyrstu áform um byggingar á þessum reit snérust um hótelbyggingu en ekkert verður af þeirri framkvæmd.

Nánar má lesa um fyrirhugaðar framkvæmdir á þessum byggingareit hér.

http://localhost:8888/skagafrettir/2021/05/05/eitt-helsta-kennileiti-fyrri-ara-a-akranesi-rifid/