Það var sólríkt en frekar kalt þegar Skagamenn tóku á móti Víkingum úr Reykjavík í fyrsta heimaleik ÍA í Pepsi-Max deild karrla þann 9. maí á Akranesvelli.
Leikurinn var annar leikur tímabilsins hjá báðum félögum en ÍA var án stiga fyrir leikinn en Víkingur vann sinn leik í fyrstu umferð.
Leiknum lauk með jafntefli 1-1 en Víkingar komust yfir strax á 1. mínútu en Þórður Þ. Þórðarson jafnaði metin fyrir ÍA með marki úr vítaspyrnu rétt fyrir leikslok.
Næsti leikur ÍA er á útivelli gegn liði FH í Hafnarfirði, fimmtudaginn 13. maí.
Hér má sjá myndasyrpu frá leiknum: