Gríðarlegur áhugi var á sumarstörfum hjá Norðuráli. Fyrirtækið auglýsti laus störf í ker – og steypuskála samhliða sumarafleysingum.
Samtals sóttu 825 einstaklingar um starf hjá Norðuráli, þar af 666 umsóknir um sumarstörf sem er áhugaverð tala. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Norðuráli.
Alls voru 109 starfsmenn ráðnir í sumarstörf og til viðbótar koma um 100 starfsmenn sem unnu í álverinu sumarið 2020.
Í ráðningarferlinu var lögð áhersla á að hafa kynjahlutföllin eins og jöfn og unnt var. Hlutfall kvenna meðal sumarstarfsfólks var um 40%.
Breytingar verða gerðar á vaktaplani Norðuráls en 12 tíma vaktir heyra að mestu sögunni til. Nær allar vaktir eru átta tíma og eru nýjar fastráðningar í ker – og steypuskála til komnar vegna breytinga á vaktakerfi,