Leikmenn ÍA í liði 10. flokks karla í körfuknattleik eru komnir alla leið í undanúrslit á Íslandsmótinu í körfuknattleik. Hið efnilega lið Skagamanna lagði Grindavík að velli í 16-liða úrslitum og í 8-liða úrslitum var ÍR úr Reykjavík mótherji ÍA.
10. flokkur er skipaður leikmönnum sem eru að lokaárinu í grunnskóla.
Skagamenn sýndu styrk sinn strax á upphafsmínútum leiksins og náði liðið strax forystu sem þeir létu aldrei af hendi. ÍR-ingar náðu að minnka muninn í þriðja leikhluta í 6 stig en leikmenn ÍA settu þá í fimmta gír og lönduðu 83-68 sigri.
Mótherjar ÍA í undanúrslitum verður sigurliðið úr leik Stjörnunnar og KR.
Hér fyrir neðan má sjá leikinn en hann var sýndur á ÍATV.