Íslandsmót unglinga í badminton fór fram í íþróttahúsinu við Vesturgötu um s.l. helgi en mótið var samstarfsverkefni Badmintonsambands Íslands og Badmintonfélags Akraness.
Keppendur voru alls 168 og komu þeir frá 9 félögum víðsvegar af landinu. Tindastóll frá Sauðárkróki var í fyrsta sinn með keppendur á Íslandsmóti unglinga. ÍA var með alls 16 keppendur og var árangurinn glæsilegur.
María Rún Ellertsdóttir gerði sér lítið fyrir og varð þrefaldur Íslandsmeistari.
Arnar Freyr Fannarsson er Íslandsmeistari í tvíliðaleik U15.
Máni Berg Ellertsson fagnaði Íslandsmeistaratitlií tvíliðaleik U15, hann varð einnig í 2. sæti í einliðaleik og í tvenndarleik.
Davíð Logi Atlason varð í 2. sæti í einliðaleik, tvíliðaleik og tvenndarleik.
Fjöldi keppenda eftir félögum :
TBR = 60
BH = 32
UMFA = 24
ÍA = 16
KR = 16
Hamar = 8
TBS = 6
Samherjar = 4
Tindastóll = 2