Karlalið ÍA mætir liði Stjörnunnar í kvöld, mánudaginn 17. maí, á Norðurálsvellinum í PepsiMax deild karla. Um er að ræða fjórða leik tímabilsins hjá ÍA en liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Víkingum úr Reykjavík á heimavelli 2. umferð á heimavelli.
Framherjinn Morten Beck mun einnig vera í leikmannahóp ÍA í fyrsta sinn í kvöld en hann kom til liðsins nýverið frá FH á lánssamningi. Stjarnan og ÍA eru í 11. og 12. sæti deildarinnar og leikurinn í kvöld er því gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið.

Í síðustu umferð varð ÍA liðið fyrir því að missa tvo leikmenn í meiðsli til langs tíma. Árni Snær Ólafsson, fyrirliði og markvörður liðsins, er með slitna hásin og mun hinn 25 ára gamli Dino Hodžić leika sinn fyrsta leik fyrir ÍA í Pepsi-Max deildinni í kvöld.
Í tilkynningu frá ÍA kemur fram að stuðningsmenn liðsins eru hvattir til þess að tryggja sér miða á leikinn í kvöld eftir þeim leiðum sem eru í boði. Aðeins er pláss fyrir 450 áhorfendur - sem verða í merktum sætum í stúku vallarins. Samkvæmt reglugerð frá Heilbrigðisráðuneytinu þá eru börn 6 ára og eldri talinn með þegar kemur að samkomutakmörkunum.
Af þeim sökum munu börn á þeim aldri ekki geta fylgt foreldrum sínum á leikinn nema með aðgöngumiða. Börn fædd árið 2015 og síðar teljast ekki með.
Árskorthöfum (Sterkir Skagamenn, Gullmiðar, Ársmiðar og Framtíðin) bent á að senda tölvupóst á [email protected].
Allir aðgöngumiðar á leikinn verða seldir í gegnum miðasöluappið Stubb vegna sóttvarnarreglna.
Hér getur þú nálgast árskort á heimaleiki hjá ÍA
