Kári og KV áttust við í síðustu viku í 2. deild karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu karla. Leikurinn var fjörugur og alls átta mörk voru skoruð.
Skagamaðurinn taktvissi Marinó reimaði á sig markaskóna en hann skoraði þrennu en Martin Montipo skoraði fjórða mark Kára úr vítaspyrnu og kom liðinu í 4-3. Leikmenn Knattspyrnufélags Vesturbæjar náðu að jafna metin og lokatölur 4-4.
Leikurinn var í beinni útsendingu hjá hinni frábæru sjónvarpsstöð ÍATV – sem er í fremstu röð á landsvísu í útsendingum íþróttafélaga frá íþróttaviðburðum.
1-0 Marinó Hilmar Ásgeirsson 22:45
2-0 Marinó Hilmar Ásgeirsson 44:05
2-1 Kristján Páll Jónsson 49:45
2-2 Askur Jóhannsson 52:15
3-2 Marinó Hilmar Ásgeirsson 1:36:05
3-3 Ingólfur Sigurðsson brot: 1:42:55 víti: 1:44:05
4-3 Martin Montipo brot: 1:16:05 víti: 1:47:25
4-4 Þorsteinn Örn Bernharðsson 1:58:40