Rafskútufyrirtækið Hopp opnaði í dag á Akranesi. Þjónustan gengur út á að þeir sem kjósa að nýta sér þjónustuna nota app í farsíma til þess að aflæsa rafskútunni.
Startgjaldið er 100 kr. og hver mínúta eftir það kostar 30 kr. Það er hægt að skila rafskútunni hvar sem er innan þjónustusvæðis á Akranesi. Hámarkshraði rafskútunnar er um 25 km/klst og á einni hleðslu er hægt að fara frá Akranesi og upp í Borgarnes eða 45 km á einni hleðslu.
Íris Gústafsdóttir, Alexandra Jóna Hermannsdóttir og Gunnar Örn Gíslason eru frumkvöðlvarnir en 40 rafskútur verða til taks á Akranesi. Í tilkynningu frá Hopp kemur fram að fyrirtækið óskar eftir því að notendur fari varlega, fylgji umferðarreglum og noti hjálm.
Nánar á vef Akraneskaupstaðar: