Bestu kylfingar landsins keppa á B59 Hotel mótinu á Akranesi

B59 Hotel mótið fer fram á Garðavelli á Akranesi dagana 21.-23. maí þar sem að flestir af bestu kylfingum landsins taka þátt. Þetta er annað árið í röð sem Golfklúbburinn Leynir er framkvæmdaraðili B59 Hotel mótsins sem er hluti af stigamótaröð GSÍ og telur einnig til stiga á heimslista.  Þetta kemur fram í tilkynningu frá Leyni.

B59 Hotel mótið á Akranesi er annað í röðinni á þessu tímabili en ÍSAM mótið fór fram um síðustu helgi hjá GM í Mosfellsbæ. 

Þrír ungir og efnilegir leikmenn úr röðum Leynis eru á meðal keppenda. Björn Viktor Viktorsson, Valdimar Ólafsson og Elsa Maren Steinarsdóttir.

Nánari upplýsingar um mótið, rástímar, staða og úrslit hér:

Aðstæður á Garðavelli á Akranesi eru með besta móti miðað við árstíma. Völlurinn hefur fengið mikið lof gesta á fyrstu vikum golftímabilsins 2021 og má búast við því að skor bestu kylfinga landsins verði gott við frábærar aðstæður. 

Keppendur eru alls 107 og koma þeir frá 15 mismunandi klúbbum víðsvegar af landinu. 

Alls eru 22 konur skráðar til leiks og 85 karlar. Flestir keppendur eru frá Golfklúbbi Reykjavíkur eða 24 alls. GKG er með 22 keppendu, GM 18 og Keilir er með 13 keppendur. 

Meðaldur í kvennaflokki 20,4 ár en 23 ár í karlaflokki. Yngsti keppandinn er 13 ára og sá elsti er 46 ára. Meðalforgjöf í kvennaflokki er 2.8 í kvennaflokki en 0.6 í karlaflokki. Lægsta forgjöf mótsins er -3.9 í kvenna – og karlaflokki. 

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, Íslandsmeistari síðustu þriggja ára og atvinnukylfingur á LET Evrópumótaröðinni er á meðal keppenda. Hún sigraði á ÍSAM mótinu um síðustu helgi – eftir harða baráttu um sigurinn í bráðabana gegn Ragnhildi Kristinsdóttur úr GR. Keppendahópurinn í kvennaflokknum er sterkur og ljóst að keppnin verður spennandi. 

Hákon Örn Magnússon, GR, sigraði á ÍSAM mótinu í karlaflokki um síðustu helgi – og hann er á meðal keppenda á B59 Hotel mótinu á Garðavelli. Líkt og í kvennaflokknum eru nánast allir bestu afrekskylfingar landsin á meðal keppenda. Aðeins vantar atvinnukylfingana sem eru í verkefnum í Evrópu um þessar mundir. 

Sýnt verður beint frá mótinu á sjónvarpsstöðinni ÍATV en nánari útfærsla á útsendingunni verður birt síðar.      

Kvennaflokkur:

Meðalaldur:
20,4 ár.

Elstu keppendur eru:
Hekla Daðadóttir, GM 44 ára (1977) 
Berglind Björnsdóttir, GR 29 ára (1992)
Ástrós Arnarsdóttir, GKG 28 ára (1993)
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 27 ára (1994)
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 24 ára (1997)

Yngstu keppendur eru:

Pamela Ósk Hjaltadóttir, GR (13 ára) (2008)
Helga Signý Pálsdóttir, GR (15 ára) (2006)
Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR (15 ára) (2006)
Karen Lind Stefánsdóttir, GKG (15 ára) (2006)
Sara Kristinsdóttir, GM (16 ára) (2005) 

Meðalforgjöf:
2.8

Alls eru 7 konur með 1 eða lægra í forgjöf, hæsta forgjöfin er 7.7 og sú lægsta er -3.9. 

Forgjafarlægstu kylfingarnir eru:

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR -3.9 (24 ára) (1997)
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK -3.7 (27 ára) (1994)
Hulda Clara Gestsdóttir, GKG -2.7 (19 ára) (2002) 
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR -1.7 (19 ára) (2002)
Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS -1.4 (21 árs) (2000)
Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR 0.9 (15 ára) (2006)
Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA 0.4 (19 ára) (2002)

Karlaflokkur:

Meðalaldur: 
23 ár. 

Elstu keppendur eru:
Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, GS 46 ára (1975)
Hlynur Geir Hjartarson, GOS 45 ára (1976)
Pétur Óskar Sigurðsson, GE 42 ára (1979)
Sigurþór Jónsson, GK 40 ára (1981)

Yngstu keppendur eru:

Markús Marelsson, GK 14 ára (2007)
Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG 16 ára (2005)

Meðalforgjöf:
0.64

Alls eru 35 karlar með 0 eða lægra í forgjöf, hæsta forgjöf er 5.2 og lægsta forgjöf -3.9 

Forgjafarlægstu kylfingarnir eru:

Dagbjartur Sigurbrandsson, GR -3.9 (19 ára) (2002)
Aron Snær Júlíusson, GKG -3.7 (25 ára) (1996)
Rúnar Arnórsson, GK -3.6 (29 ára) (1992)
Hlynur Bergsson, GKG -3.2 (23 ára) (1998)
Sverrir Haraldsson, GM -3.2 (21 árs) (2000)
Hákon Örn Magnússon, GR -2.9 (23 ára) (1998)
Tómas Eiríksson Hjaltested, GR -2.9 (19 ára) (2002)

KarlarKonurSamtals
GR17724
GKG15722
GM14418
GK12113
GOS516
GA516
GS55
NK33
GL213
GO22
GV11
11
GHG11
GF11
GE11
8522107