Hákon samdi á ný við FCK í Kaupmannahöfn – 5 ára samningur og fer inn í aðalliðið

Hákon Arnar Haraldsson skrifaði í dag undir 5 ára samning við danska stórliðið FCK í Kaupmannahöfn. Hinn 18 ára gamli Skagamaður hefur leikið með yngri liðum FCK frá því hann samdi við liðið árið 2019. Hákon Arnar verður nú hluti af aðalliði FCK og fær nú tækifæri til þess að stimpla sig inn í aðallið félagsins.

Hér má sjá viðtal við Hákon Arnar eftir að hann samdi við FCK og eins og heyra má er danskan hjá Skagamanninum í hæsta gæðaflokki.

http://localhost:8888/skagafrettir/2019/06/27/hakon-arnar-samdi-vid-fck-i-kaupmannahofn/