Skagamenn lönduðu mikilvægum sigri í Kórnum gegn HK – fyrsti sigur tímabilsins

Karlalið ÍA braut ísinn í PepsiMax deild karla í kvöld með mögnuðum 3-1 sigri á útivelli gegn HK í Kórnum í Kópavogi. Fyrir leikinn var ÍA með 2 stig eftir fjórar umferðir – líkt og mörg önnur lið en ÍA var án sigurs fyrir leikinn í kvöld. HK byrjaði leikinn betur og komst yfir á 8. mínútu en Þórður Þorsteinn Þórðarson jafnaði metin með marki úr vítaspyrnu á 24. mínútu. Þetta var annar leikurinn í röð sem ÞÞÞ skorar úr víti en hann leikur í stöðu hægri bakvarðar.

Viktor Jónsson opnaði markareikninginn á þessu sumri með frábæru marki á 72. mínútu og kom ÍA í 2-1. Ingi Þór Sigurðsson skoraði síðan eftirminnilegt mark undir lok leiksins af um 40 metra færi. Ingi Þór kom inná sem varamaður og skaut hann boltanum að marki af löngu færi eftir að markvörðu HK hafði brugðið sér í önnur verkefni en að vera í vítateignum.

Með sigrinum þokaði ÍA liðið sér upp töfluna en liðið er með 5 stig eftir 5 umferðir og er liðið í sjötta sæti. Næsti leikur liðsins er á mánudaginn á Norðurálsvellinum á Akranesi gegn liði Breiðabliks sem er með 7 stig í 5. sæti deildarinnar.