Stefán Teitur og Ísak Bergmann valdir í A-landsliðshóp Íslands

Skagamennirnir Stefán Teitur Þórðarson og Ísak Bergmann Jóhannesson voru í dag valdir í leikmannahóp A-landsliðs karla sem leikur þrjá vináttulandsleiki á næstunni. Arnór Sigurðsson glímir við meiðsli og er ekki í hópnum að þessu sinni. Hörður Ingi Gunnarsson, fyrrum leikmaður ÍA, er í hópnum en hann er leikmaður hjá FH.

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari tilkynnti hópinn í dag. Leikið verður fyrst við Mexikó og fer sá leikur fram 30. maí í Dallas í Bandaríkjunum. Þaðan fer liðið til Færeyja og mætir þar heimamönnum 4. júní og liðið endar í Póllandi þar sem leikið verður gegn heimamönnum þann 8. júní.

Þessi keppnisferð verður nokkuð flókin í framkvæmd vegna Covid-19. Stjörnumerktir (*) leikmenn verða ekki með gegn Mexíkó, en koma inn í hópinn fyrir leikina við Færeyjar og Pólland.  Það er einnig ljóst að hópurinn sem mætir Mexíkó mun breytast töluvert þegar leikið verður við Færeyjar og Pólland.

* Leikmenn ekki með gegn Mexíkó, en koma inn í hópinn gegn Færeyjum og Póllandi.

Markmenn

  • Elías Rafn Ólafsson | Fredericia
  • Rúnar Alex Rúnarsson | Arsenal | 8 leikir
  • Ögmundur Kristinsson | Olympiacos | 17 leikir
  • Patrik Sigurður Gunnarsson | Silkeborg IF *

Varnarmenn

  • Birkir Már Sævarsson | Valur | 97 leikir, 3 mörk
  • Brynjar Ingi Bjarnason | KA
  • Hjörtur Hermannsson | Bröndby IF | 19 leikir, 1 mark
  • Hörður Ingi Gunnarsson | FH
  • Ísak Óli Ólafsson | Keflavík | 0 leikir
  • Kári Árnason | Víkingur R. | 89 leikir, 6 mörk
  • Kolbeinn Þórðarson | Lommel SK
  • Ragnar Sigurðsson | 97 leikir, 5 mörk
  • Rúnar Þór Sigurgeirsson | Keflavík
  • Alfons Sampsted | Bodö Glimt | 3 leikir *
  • Guðmundur Þórarinsson | New York City FC | 5 leikir *
  • Jón Guðni Fjóluson | Hammarby | 17 leikir, 1 mark *
  • Valgeir Lunddal Friðriksson | Häcken *

Miðjumenn

  • Andri Fannar Baldursson | Bologna | 1 leikur
  • Aron Einar Gunnarsson | Al Arabi | 94 leikir, 2 mörk
  • Aron Elís Þrándarson | OB | 5 leikir
  • Birkir Bjarnason | Brescia | 95 leikir, 14 mörk
  • Gísli Eyjólfsson | Breiðablik
  • Ísak Bergmann Jóhannesson | IFK Norrköping | 2 leikir
  • Stefán Teitur Þórðarson | Silkeborg IF | 2 leikir
  • Þórir Jóhann Helgason | FH
  • Arnór Ingvi Traustason | New England Revolution | 40 leikir, 5 mörk *
  • Jón Dagur Þorsteinsson | AGF | 7 leikir, 1 mark *
  • Mikael Neville Anderson | FC Midtjylland | 7 leikir *
  • Rúnar Már Sigurjónsson | CFR 1907 Cluj | 32 leikir, 2 mörk *

Sóknarmenn

  • Jón Daði Böðvarsson | Millwall | 57 leikir, 3 mörk
  • Kolbeinn Sigþórsson | IFK Göteborg | 62 leikir, 26 mörk
  • Sveinn Aron Guðjohnsen | OB | 1 leikur
  • Albert Guðmundsson | AZ Alkmaar | 20 leikir, 3 mörk *
  • Viðar Örn Kjartansson | Vålerenga | 28 leikir, 4 mörk *