Reglur um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk munu taka breytingum á næstunni hjá Akraneskaupstað. Tillaga þess efnis var samþykkt á fundi bæjarrráðs nýverið. Aðeins á eftir að samþykkja þessar breytingar á fundi bæjarstjórnar.
Velferðar- og mannréttindaráð hafðu áður vísað drögum að reglum um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk til umsagnar í Notendaráði og fengu breytingatillögurnar jákvæða umsögn í ráðinu.
Í umsögn Notendaráðsins segir:
Notendaráð um málefni fatlaðs fólks á Akranesi fagnar því að drög að reglum um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk séu til endurskoðunar með það að leiðarljósi að bæta lífsgæði fatlaðs fólks á Akranesi. Notendaráðið lýsir yfir ánægju með drögin eins og þau liggja fyrir dag enda hefur tillit verið tekið til fyrri ábendinga ráðsins varðandi reglur um akstursþjónustu. Notendaráð leggur áherslu á það að reglurnar verði vel kynntar fötluðum á Akranesi
Eins og áður segir voru breytingatillögurnar samþykktar í bæjarráði og er gert ráð fyrir að breytingar á akstursþjónustu fyrir fatlað fólk verði kostnaður vegna korta að upphæð kr. 800.000 á árinu 2021.