Skagamaðurinn Þórður Þórðarson hefur ákveðið að hætta sem þjálfari U19 ára landsliðs kvenna í knattspyrnu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef KSÍ.
Þórður mun stýra liðinu út júnímánuð og hefur hann gert samning um starfslok sín hjá KSÍ. Þórður hefur þjálfað U19 ára landsliðs kvenna frá árinu 2014 og hefur liðið leikið 46 leiki undir hans stjórn.
Feðgarnir Þórður Þórðarson og Stefán Teitur Þórðarson.
KSÍ tilkynnti á vef sínum í dag að Þórður Þórðarson sé að hætta sem þjálfari U19 ára landsliðs kvenna. Hann mun starfa með liðið út þennan mánuð.
U19 kvenna æfir dagana 7.-10. júní á Selfossi og hafa 22 leikmenn frá 12 félögum verið boðaðir til æfinganna, sem eru hluti af undirbúningi fyrir undankeppni EM 22/23 sem hefst í haust.
„KSÍ óskar Þórði alls hins besta og velfarnaðar í næstu verkefnum,“ segir á vef KSÍ.