Gísli fékk viðurkenningu á 10 ára afmæli Sjávarklasan



Í tilefni tíu ára afmælis Íslenska sjávarklasans veitti Sjávarklasinn nýverið viðurkenningar til einstaklinga sem hafa með einum eða öðrum hætti stuðlað að auknu samstarfi á ýmsum sviðum sem tengjast Íslenska sjávarklasanum.

Gísla Gíslasyni fyrrum hafnarstjóra Faxaflóahafna var veitt sérstök viðurkenning frá stjórn samstarfsvettvangs samstarfsfyrirtækja Sjávarklasans fyrir forystu um uppbyggingu klasans við Reykjavíkurhöfn. Þetta kemur fram á vef Sjávarklasans.

Athöfnin fór fram í Húsi sjávarklasans að Grandagarði 16. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar afhenti viðurkenningarnar og forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson ávarpaði gesti.

Hús sjávarklasans við Reykjavíkurhöfn hefur stuðlað að margháttuðu samstarfi ólíkra einstaklinga og fyrirtækja og orðið vagga nýsköpunar í haftengdri starfsemi. Árangur Húss sjávarklasans hefur víða spurst út og hafa hafnir, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, sóst eftir upplýsingum um hvernig staðið var að þessari uppbyggingu. Forysta og áhugi Gísla Gíslasonar og stjórnar Faxaflóahafna skipti sköpum um þann árangur sem Hús sjávarklasans hefur náð.

Gísli Gíslason.

Nánar á vef Sjávarklasans.