Tvö fyrirtæki buðu í rúmlega 50 milljóna kr. gatnaviðgerða verkefni á Akranesi


Akraneskaupstaður bauð nýverið út verkið „Gatnaviðhald 2021“ og buðu tvö fyrirtæki í verkefnið.

Kostnaðaráætlun Akraneskaupstaðar var 55,3 milljónir kr. og var lægra tilboðið tveimur milljónum kr. lægra en kostnaðaráætlunin.

Skipulags – umhverfisráð samþykkti samhljóða með þremur atkvæðum að gengið verði til samninga við Skófluna hf. á Akranesi sem bauð 53,3 milljónir kr. í verkið.

Vargur ehf. bauð einnig í þetta verkefni en tilboðið var mun hærra eða 68,4 milljónir kr.