Skagamenn gengu frá Reykjavík til Pakistan í hreyfiátaki sem stóð yfir í maí


Heilsueflandi samfélag á Akranesi stóð fyrir hreyfingarátaki Skagamanna, „Skagamenn umhverfis jörðina“ sem hófst þann 3. maí s.l. og lauk þann 30. maí.

Markmiðið var að safna saman kílómetrum í gegnum ýmsa hreyfingu og var markmiðið að ná rúmlega 40 þúsund kílómetrum. Niðurstaðan liggur fyrir en Skagamenn sem tóku þátt náðu að safna saman 13.226 km. Þessi vegalengd er svipuð og loftlína frá Reykjavík til Pakistan.

Í tilkynningu frá Heilsueflandi samfélagi á Akranesi kemur fram að þrátt fyrir að markmiðinu hafi ekki verið náð hafi þátttakan verið frábær.

Verkefninu Skagamenn umhverfis jörðina er lokið og þó að við höfum ekki náð að fara allan hringinn, fórum við ansi langt. Við fórum saman alls 13. 226 km 👏. Við höldum samt ótrauð áfram og söfnum saman kílómetrum. Það var frábært hvað margir þátttakendur voru skráðir í hópinn og við munum örugglega fljótlega fara eitthvað meira saman. Heilsueflandi samfélag Akranes þakkar fyrir frábærar hreyfivikur og hvetur alla til að halda áfram! 😁
http://localhost:8888/skagafrettir/2021/04/27/skagamenn-umhverfis-jordina-thu-getur-tekid-thatt-og-lagt-thitt-ad-morkum/