Skagamaðurinn Helgi Laxdal skrifaði nýjan kafla í fimleikasöguna með ótrúlegu stökki


Skagamaðurinn Helgi Laxdal Aðalgeirsson skrifaði nýjan kafla í fimleikasöguna á Íslandsmótinu í hópfimleikum.

Helgi, sem keppir fyrir Stjörnuna, framkvæmdi stökk sem hefur aldrei áður verið framkvæmt í þessari íþróttagrein. Samsetningin hjá Helga var heil skrúfa, kraftstökk og tvöfalt heljarstökk með beinum líkama og tveimur og hálfri skrúfu.

Skagamaðurinn er því sá fyrsti sem nær að framkvæma þetta stökk í keppni – á heimsvísu. Vel gert og til hamingju,

Nánar á vef RÚV:

http://localhost:8888/skagafrettir/2018/11/09/helgi-laxdal-aetlar-ser-stora-hluti-gekk-meira-a-hondum-en-fotum-sem-barn/

Ættartréð:
Foreldrar: Aðalgeir Jónasson, Lilja Lind Sturlaugsdóttir. Systkini: Finnbogi Laxdal og
Jónas Laxdal.