Tónlistarnemendur frá Akranesi til umfjöllunnar í sjónvarpsþætti á N4


Á Íslandi eru tæplega  90 tónlistarskólar starfandi með 15 þúsund nemendur. Flest allir þessir skólar taka þátt í Netnótunni, nýjum tónlistarþáttum, sem unnir eru í samstarfi við Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og Samtaka tónlistarskólastjóra. Þættirnir verða sýndir á N4 en þar gefst kostur á að skyggnast inn í starfsemi tónlistarskólanna, grasrót tónlistarsköpunar í landinu.  Þetta kemur fram í tilkynningu.

Frá árinu 2010 hefur Nótan, uppskeruhátíð tónlistarskóla landsins, verið haldin árlega með pompi og prakt. Árið 2020 átti hátíðin 10 ára afmæli en lítið varð úr hátíðarhöldum vegna Covid.  Í Ljósi aðstæðna brugðust tónlistarskólar landsins við með síma og Ipada að vopni og tóku upp eigin tónlistaratriði. Saman eru þessi myndbönd orðin að Netnótunni, þriggja þátta sjónvarpsseríu sem sýnd verður á N4. 

Fyrsti þáttur fer í loftið  þann 13. júní en í þáttunum eru myndböndunum sem hver þátttökuskóli útbjó heima í héraði púslað saman og sér leikarinn Vilhjálmur Bragason um að kynna atriðin.  Eins og sést í þáttunum er starf tónlistarskólanna mjög fjölbreytt, tónlistarnemendur eri á öllum aldri og á öllum stigum tónistarnámsins. 

Í fyrsta þættinum þann 13. júní eru t.d. nemendur úr tónlistarskólanum á Akranesi og í Borgarfirði.

Myndböndin birtast á vefsíðu KÍ og FB síðu Nótunnar á sama tíma og hver sjónvarpsþáttur er sýndur, auk þess sem þau verða aðgengileg í gegnum síma í safni N4 hjá Sjónvarpi Símans.

Hér má sjá stiklu úr fyrsta þættinum.