Björn Viktor er í efsta sæti stigalistans í flokki 17-18 ára í golfinu


Skagamaðurinn Björn Viktor Viktorsson er í fremstu röð í sínum aldursflokki á landsvísu í golfíþróttinni og hann. er í efsta sæti stigalista GSÍ í flokki 17-18 ára þegar tveimur mótum er lokið.

Stigalistinn er í heild sinni hér:

Björn Viktor endaði í öðru sæti um liðna helgi á 2. móti tímabilsins á Unglingamótaröð GSÍ þar sem keppt var á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Hann varð einnig í öðru sæti á fyrsta mótinu sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru hjá Golfklúbbi Suðurnesja.

Um næstiu helgi verður Björn Viktor í eldlínunni á einu af stærsta móti tímabilsins þar sem hann keppir á Íslandsmótinu í holukeppni í fullorðinsflokki. Aðeins 32 stigahæstu kylfingarnir á mótaröð þeirra bestu á Íslandi fá keppnisrétt á þessu móti. Björn Viktor er eini keppandi frá Golfklúbbnum Leyni á því móti sem fram fer á Þorláksvelli hjá Golfklúbbi Þorlákshafnar.

x