Stórir leikir framundan hjá liði Kára – ÍR kemur í heimsókn í kvöld í Akraneshöllina


Kári, sem leikur í 2. deild á Íslandsmótinu í knattspyrnu karla, fær í kvöld ÍR í heimsókn i Akraneshöllina. Um er að ræða fyrsta leikinn í 7. umferð Íslandsmótsins. Leikurinn hefst kl. 20.00 að venju verður kaffi og bakkelsi til staðar fyrir áhorfendur.

Leikurinn er afar mikilvægur fyrir Kára sem er enn án sigurs í deildinni með 2 stig. Lið ÍR er í 5. sæti með 10 stig en liðið hefur unnið 3 leiki og gert eitt jafntefli.

Framundan er mikil leikjatörn. hjá leikmönnum Kára en um næstu helgi fer liðið norður á Húsavík og leikur þar gegn liði Völsungs. Kári mætir síðan stórliði KR í Mjólkurbikarkeppni KSÍ þann 24. júní í Akraneshöllinni.