Mikilvæg tilkynning frá HVE vegna AstraZeneca bólusetningar á Akranesi


Um 700 einstaklingar sem eru búsettir á Akranesi hafa fengið SMS boð frá Heilbrigðisstofnun Vesturlands vegna síðari bólusetningar með AstraZeneca miðvikudaginn 23. júní.

Í tilkynningu frá HVE frá því í dag kemur fram að fresta þurfi AstraZeneca bólusetningunni miðvikudaginn 23. júní vegna tafa á afhendingu bóluefnisins frá framleiðanda.

Athygli er vakin á því að þessi breyting á aðeins við um þá einstaklinga sem eru að fá AstraZeneca.

Áætlunin með aðrar tegundir af Covid-19 bóluefnum hefur ekki breyst.