Sjáðu mörkin frá ÍATV úr frábærum sigurleik ÍA gegn Fram í Mjólkurbikarkeppni KSÍ


Karlalið ÍA vann góðan 3-0 sigur í gær gegn Fram í 32-liða úrslitum Mjólkubikarkeppni KSÍ. Fram trónir á toppi Lengjudeildarinnar – næst efstu deildar en ÍA er í neðsta sæti PepsiMax-deildarinnar – sem er efsta deild.

Steinar Þorsteinsson skoraði tvívegis fyrir ÍA og danski framherjinn Morten Beck, sem er í láni frá FH, skoraði fyrsta mark leiksins. Öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik þar sem að ÍA var með mikla yfirburði.

Leikurinn var sýndur á ÍATV þar sem að kraftmikið sjálfboðaliðastarf er unnið. Hér má sjá mörkin úr leiknum.

ÍA er í þriðja sæti yfir sigursælustu liða allra tíma í bikarkeppni KSÍ. ÍA er 9 titla en það eru 18 ár frá því að ÍA sigraði síðast í þessari keppni (1978, 1982, 1983, 1984, 1986, 1993, 1996, 2000, 2003). KR er sigursælast með 14 titla og Valur er með 11 titla.