Blóðug barátta í Akraneshöllinni í leik Kára gegn KR


Það var hart barist í leik Kára og KR í Akraneshöllinni í fyrrakvöld þegar liðin áttust við í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarkeppni KSÍ.

Leikmenn Kára gáfu sigursælasta liði allra tíma í bikarkeppni KSÍ verðugt verkefni – en Kári var með yfirhöndina í leiknum allt þar til að stundarfjórðungur var eftir af leiknum.

Á lokamínútum leiksins fékk Einar Logi Einarsson leikmaður Kára höfuðhögg – og fór hann af leikvelli í kjölfarið.

Þetta var fyrsti leikur hins þaulreynda varnarmanns með Kára á þessari leiktíð. Eins og sjá má á myndunum rennur blóðið af krafti í blóðrásarkerfi Einars Loga – og sjúkraþjálfari Kára hafði í nógi að snúast við að stöðva blæðinguna.

Sauma þurfti 5 spor til þess að loka fyrir skurðinn og er Einar Logi í fínum málum þrátt fyrir þetta höfuðhögg.