Kassabílarallý fyrir alla fjölskylduna í ágúst á Akranesi


Keppt verður í kassabílarallý á Akranesi í ágúst og verður þetta í fyrsta sinn sem slík keppni fer fram á Skaganum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipuleggjendum keppninnar.

Akraneskaupstaður stendur einnig á bak við þetta verkefni og er markmiðið að gera viðburðinn að ógleymanlegri fjölskylduskemmtun.

Ekki er búið að ákveða dagsetninguna í ágúst en stefnt er að því að bjóða upp á námskeið í kassabílasmíði í áhaldahúsinu við Laugarbraut.

Nánari upplýsingar á fésbókarsíðu keppninnar: