Karlalið ÍA mætir Keflavík í kvöld kl. 19:15 á Norðurálsvellinum á Akranesi. Um er að ræða gríðarlega mikilvægan leik í PepsiMax-deildinni fyrir bæðin liðin.
ÍA er með 5 stig eftir 9 umferðir og er í fallsæti eins og HK sem er með 6 stig eftir 10 leiki. Keflavík, sem kom upp úr næst efstu deild á síðasta ári, er með 9 stig í 9. sæti en Leiknir er í þriðja neðsta sæti með 8 stig.
Eins og áður segir er leikurinn afar mikilvægur fyrir bæði lið en ÍA hefur unnið einn leik á tímabilinu – gegn HK á útivelli.
Það er útlit fyrir gott knattspyrnuveður í kvöld og þar sem að allar samkomutakmarkanir hafa verið felldar úr gildi er nóg pláss fyrir stuðningsmenn beggja liða í glæsilegri aðstöðu á Norðurálsvelli.