Nýr kjörstaður á Akranesi fyrir Alþingiskosningarnar 2021


Kjörstaður á Akranesi fyrir Alþingiskosningarnar 2021 þann 23. september 2021 verður í íþróttamannvirkjum á Jaðarsbökkum í stað Brekkubæjarskóla. Ennfremur verður einni kjördeild bætt við samkvæmt tillögu yfirkjörstjórnar. Kjördeildirnar verða því fjórar í stað þriggja eins og verið hefur.

Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar Akraness, samþykkti á síðasta fundi sínum að kjörstaður á Akranesi vegna Alþingiskosninga 2021 þann 25. september næstkomandi verði í íþróttahúsinu að Jaðarsbökkum.

Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar Akraness, samþykkir að fjölga um eina kjördeild þannig að þærð verði fjórar samtals í stað þriggja og að fjölga undirstjórnum sem þessu nemur. Í þessu felst að flokkar þeir sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn Akraness þurfa að tilefna samtals sex fulltrúa til setu í undirkjörstjórn IV, þrjá aðalmenn og þrjá varamenn.