Skemmtiferðaskip boða komu sína í Akraneshöfn á ný – sex heimsóknir á dagskrá


Von er á tveimur skemmtiferðaskipum í júlímánuði til Akraness – en frá þessu er greint á vef Faxaflóahafna. N.G. Explorer mun koma fimm sinnum til hafnar í Akraneshöfn í júlí. Og N.G. Endurance mun koma einu sinni til hafnar.

N.G. Explorer er rétt um 6.500 tonn og er það smíðað árið 1982. Alls er rými fyrir 150 farþega og í áhöfn skipsins eru 70 manns.

Þesar fréttir eru ánægjulegar fyrir íslenska ferðaþjónustu og gott tækifæri fyrir fyrirtæki á Akranesi og nærsveitum að nýta þá möguleika sem opnast með komu slíkra skipa. Samkvæmt rannsókn sem var framkvæmd árið 2019 þá eyða ferðamenn á farþegaskipum um 145 Evrum í hvert sinn sem þeir fara í land. Ef skipin verða fullmönnuð við komuna á Akranes gæti hver heimsókn slíkra skipa skilað í það minnsta 3,3 milljónum kr. í tekjur fyrir þjónustuaðila og á einum mánuði með sex slíkar heimsóknir getur gefið af sér um 20 milljónir kr. í tekjur.

N.G. Explorer er rétt um 6.500 tonn og er það smíðað árið 1982. Alls er rými fyrir 150 farþega og í áhöfn skipsins eru 70 manns.

N.G. Endurance er nýtt skipt sem var smíðað árið 2020. Það er með sama farþegafjölda eða 150 og 70 í áhöfn.

N.G. Endurance er nýtt skipt sem var smíðað árið 2020. Það er með sama farþegafjölda eða 150 og 70 í áhöfn.
http://localhost:8888/skagafrettir/2019/03/29/ferdamenn-a-skemmtiferdaskipum-skilja-mikid-eftir-i-hagkerfinu/

Nýleg könnun sem Cruise Iceland lét gera á áhrifum af komum skemmtiferðaskipa á efnahagslíf landsins leiðir í ljós að skemmtiferðaskip við Íslandsstrendur skapa 920 störf og um 16,4 milljarða í tekjur.

Í ljós kom að meðaltal neyslu hvers viðkomuferðamanns reyndist vera um 18.050 krónur (145 evrur) í hverri höfn.

Miðað við þessa rannsókn má gera ráð fyrir að ferðamenn á skipunum tveimur sem koma í Akraneshöfn eyði samtals 35 milljónum kr. sumarið 2019.

Frá þessu er greint á fréttavefnum kaffið.is. 

Könnunin var gerð um borð í skipum sem höfðu viðdvöl á Ísafirði, Akureyri og í Reykjavík á tímabilinu júní til ágúst 2018. Alls voru 2.259 farþegar spurðir.

Megintilgangur könnunarinnar var að leiða í ljós hverjar beinar og óbeinar tekjur væru af neyslu farþega skemmtiferðaskipa ásamt útgjöldum skipafélaga í höfnum. Sambærileg könnun var gerð árin 2013 – 2014.

Le Boreal kom fyrst í Akraneshöfn árið 2017 og verður koma skipsins á þessu ári sú þriðja frá upphafi. Le Boreal er í eigu Ponant.  Le Boreal getur tekið mest 264 farþega, auk áhafnar.

Pan Orama kom einnig við í Akraneshöfn á síðasta ári en það er þriggja mastra seglskip. Panorama er með 24 káetur og geta 49 farþegar verið um borð í einu. Í áhöfninni eru 16-18 manns

Eyða um 18 þúsund krónum í hverri höfn

Í ljós kom að meðaltal neyslu hvers viðkomuferðamanns reyndist vera um 18.050 krónur (145 evrur) í hverri höfn. Þorri aðspurðra farþega (92%) sagðist fara í land á viðkomustöðum á Íslandi og tæp 40% af áhöfnum skipanna. Það samsvarar því að um 427.500 farþegar hafi stigið í land á öllu landinu og um 79.900 skipverjar.

Hin beinu efnahagslegu áhrif af komu gesta með skemmtiferðaskipum mælast 70,6 milljónir evra eða um 8,8 milljarðar króna en þegar óbein áhrif eru reiknuð til viðbótar má ætla að þjóðhagslegur ávinningur af komu skemmtiferðaskipanna nemi 16,4 milljörðum kr.

Efnahagslegur ávinningur mikill

Miðað við beinan efnahagslegan ávinning eða 8,8 milljarða króna (rúmlega 70 milljónir evra) árið 2018 er áætlað að skapast hafi 425 bein atvinnutækifæri og að reiknuð laun og launatengd gjöld hafi numið rúmlega tveimur milljörðum kr. Þegar óbeinu áhrifin eru reiknuð með verður niðurstaðan að 920 heilsársstörf hafi skapast og að laun og launatengd gjöld hafi numið um 4,5 milljörðum kr.

Viðmót og háttvísi landans í mestum metum

Könnunin leiðir í ljós að 73% farþega telja Íslandsheimsóknina hafa farið fram úr væntingum sínum eða staðist þær. Niðurstaða ýmissa almennra spurninga í könnuninni, þar sem þátttakendur gáfu einkunn frá 1 og upp í 5, sýnir að gestirnir voru almennt ánægðir með komu sína á viðkomustaði hérlendis. Farþegarnir voru ánægðastir með viðmót íbúa (4,35), háttvísi verslunarfólks (4,30), heimsóknina í heild (4,13), viðtökur við komuna til Íslands (4,09) og ferðamáta (4,05). Ferðamennirnir kunnu einnig vel að meta skoðunarferðir, upplifun á söguslóðum og heimsóknir á söfn en verðlag hérlendis fékk lökustu einkunnina (2,71).

Um 33% aðspurðra farþega voru frá Bretlandi og 27% frá Þýskalandi en 17% voru bandarískir. Meðalaldur farþega var 57 ár og yfir helmingur gestanna var 65 ára eða eldri. Alls voru 91% farþega í fyrstu heimsókn sinni til Íslands, 66% þeirra vörðu meira en 5 klukkustundum á Íslandi og 78% keyptu kynnisferð um landið.

Um 85% aðspurðra töldu líklegt að þeir myndu mæla með Íslandsheimsókn við vini sína í ljósi eigin reynslu og um 33% farþega fannst líklegt að þeir myndu sækja Ísland heim að nýju.