Byggingarfélagið Upprisa styður við Kára


Knattspyrnufélagið Kári og Byggingafélagið Upprisa undirrituðu nú á dögunum 3 ára samstarfssamning. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kára og Upprisu.

Með samningnum verður Byggingafélagið Upprisa aðalstyrktaraðili Kára og mun prýða nýja og glæsilega búninga félagsins. Upprisa vill með þessu styðja það góða og uppbyggilega starf sem Kári hefur unnið að síðustu 10 ár og styrkja það næstu árin.

Sveinbjörn Geir Hlöðversson formaður Kára, Ellert Jón Björnsson fjármálastjóri Upprisu og Steindór Snær Ólason framkvæmdarstjóri Upprisu við undirritun samningsins á Barion Mosfellsbæ.

Skagamaðurinn Óli Valur Steindórsson er stjórnarformaður Upprisu en hann átti stóran þátt í að koma knattspyrnufélagi Kára fyrst af stað árið 2006, það er því mikið gleðiefni að fá aftur að njóta krafta hans í uppbyggingarstarfi Kára.

Steindór Snær Ólason framkvæmdarstjóri Upprisu og Sveinbjörn Geir Hlöðversson formaður Kára
við undirritun samningsins á Barion Mosfellsbæ.