Meistaramóti Golfklúbbsins Leynis lauk í gær en Akranesmeistaramótið hófst s.l. miðvikudag á Garðavelli. Um 140 keppendur tóku og tókst mótið í alla staði vel á frábærum Garðavelli. Elsa Maren Steinarsdóttir og Stefán Orri Ólafsson fögnuðu sigri í Meistaraflokki og eru því Akranesmeistarar í golfi 2021. Keppt var í mörgum flokkum og eru úrslitin hér fyrir neðan ásamt myndum af verðlaunahöfum. Fyrst var keppt á Meistaramóti Leynis árið 1965 og var mótið í ár það 57. í röðinni.
Opinn flokkur.
Alls tóku 11 keppendur þátt en í þessum flokki eru keppendur sem eru að stíga sín fyrstu skref á keppnisferlinum í golfíþróttinni. Magnús Óskarsson sigraði í karlaflokki en Magndís Bára Guðmundsdóttir sigraði í kvennaflokki, María Kristín Óskarsdóttir varð önnur og Steindóra Sigríður Steinsdóttir varð þriðja.
Konur 65 ára og eldri
Ingunn Þóra Ríkharðsdóttir sigraði í þessum flokki og Guðrún Kristín Guðmundsdóttir varð önnur.
Karlar 50 ára og eldri
Alls tóku 5 keppendur þátt í flokki 50 ára og eldri í karlaflokki.
Björn Bergmann Þórhallsson sigraði og Jóhann Þór Sigurðsson varð annar, Birgir Arnar Birgisson varð þriðji.
Karlar 65 ára og eldri
Alls tóku 17 keppendur þátt í flokki 65 ára og eldri. Sigurður Grétar Davíðsson sigraði, Tryggvi Bjarnason varð annar og Matthías Þorsteinsson varð þriðj.
Meistaraflokkur kvenna
Elsa Maren Steinarsdóttir er Akranesmeistari í golfi 2021 en Bára Valdís Ármannsdóttir varð önnur.
Meistaraflokkur karla
Alls tóku 12 keppendur þátt í Meistaraflokki karla. Stefán Orri Ólafsson er Akranesmeistari 2021 eftir harða keppni þar sem að úrslitin réðust á lokaholunni. Hróðmar Halldórsson varð annar og Hannes Marinó Ellertsson varð þriðji.
4. flokkur karla
Alls tóku fimm keppendur þátt í 4. flokki karla. Þórir Björgvinsson sigraði en þar á eftir komu þeir Hlynur M. Sigurbjörnsson og Nói Claxton.
3. flokkur karla
Alls tóku 22 keppendur þátt í 3. flokki karla. Alex Kári Kristjánsson stóð uppi sem sigurvegari en þar á eftir komu þeir Jón Heiðar Sveinsson, Þórður Guðlaugsson og Óli Björgvin Jónsson. Þórður hafði betur í bráðabana um 3. sætið.
2. flokkur kvenna
Alls tóku 15 keppendur þátt í 2. flokki kvenna. Helga Rún Guðmundsdóttir sigraði eftir harða keppni en Elísabet Valdimarsdóttir varð önnur og Sigríður Blumenstein varð þriðja.
2. flokkur karla
Alls tóku 25 keppendur þátt í 2. flokki karla. Vilhjálmur Birgisson stóð uppi sem sigurvegari eftir harða keppni en Einar Gíslason varð annar og Daníel Magnússon varð þriðji.
1. flokkur karla
Alls tóku 18 keppendur þátt í 1. flokki karla. Sigurður Elvar Þórólfsson sigraði eftir spennandi keppni þar sem að úrslitin réðust á lokaholunni. Kári Kristvinsson varð annar og Búi Örlygsson varð þriðji.
1. flokkur kvenna
Vala María Sturludóttir sigraði í 1. flokki kvenna en þar tóku 5 keppendur þátt. Arna Magnúsdóttir, móðir Völu, varð önnur og Ruth Einarsdóttir varð þriðja.