Nýir þjálfarar ráðnir til starfa hjá Körfuknattleiksfélagi ÍA


Hugo Salgado og Nikola Nedoroscikova taka við þjálfun hjá Körfuknattleiksfélagi ÍA á næstu vikum. Salgado, sem er frá Portúga, tekur við af Bandaríkjamanninum Chaz Franklin, sem hefur gert góða hluti sem þjálfari hjá ÍA á síðustu þremur árum.

Nedoroscikova er frá Slóvakíu og mun hún einnig koma að þjálfun hjá félaginu – og þá sérstaklega í uppbyggingu á kvennastarfi félagsins. Hún ætlar sér einnig að leika með einhverju liði hér á landi en hún er fædd árið 1994 og leikur í stöðu bakvarðar.

Salgado er fæddur árið 1987 og hefur hann víðtæka reynslu frá Portúgal í efstu deild og með yngri flokka. Hann mun sjá um þjálfun hjá elstu flokkum ÍA og verður einnig þjálfari á afreksíþróttasviði FVA.