Þórður Freyr valinn í U-16 ára landslið Íslands í körfubolta


Nýverið var tilkynnt hvaða leikmenn skipa 16 ára landslið drengja sem leikur á Norðurlandamótinu 2021. Einn leikmaður úr röðum ÍA er í landsliðinu. Frá þessu er greint á vefsíðu KKÍ.

Mótið fer fram dagana 1.-5. ágúst í Kisakallio í Finnlandi. Fimm landslið taka þátt á NM, Finnland, Danmörk, Svíþjóð, Eistland og Noregur. Aðalþjálfari liðsins er Ágúst Björgvinsson, en honum til aðstoðar eru Karl Ágúst Hannibalsson og Chris Caird.

ÍA á eins og áður segir einn leikmann í liðinu en það er Þórður Freyr Jónsson. Þórður er sonur Jóns Þórs Þórðarsonar og Ingibjargar Hörpu Ólafsdóttur. Jón Þór var í fremstu röð í körfuboltanum á Akranesi um langa hríð. Jón Þór hefur rifið upp körfuboltastarfið á ný hér á Akranesi á undanförnum árum sem þjálfari og formaður deildarinnar.

U16 drengja er þannig skipað:

 • Björgvin Hugi Ragnarsson · Valur
 • Brynjar Kári Gunnarsson · Fjölnir
 • Garðar Kjartan Norðfjörð · Fjölnir
 • Hilmir Arnarson · Fjölnir
 • Jóhannes Ómarsson · Valur
 • Kristján Fannar Ingólfsson · Stjarnan
 • Orri Már Svavarsson · Tindastóll
 • Sigurður Rúnar Sigurðsson · Stjarnan
 • Tómas Valur Þrastarson · Þór Þ.
 • Týr Óskar Pratiksson · Stjarnan
 • Veigar Örn Svavarsson · Tindastóll
 • Þórður Freyr Jónsson · ÍA